RAFTÓNLIST MEÐ MANNLEGA HLÝJU

0

an

Í dag kemur út á vegum Möller Records  platan Ljóstillífun með Án. Ljóstillífun er minimalísk elektróník en þetta er jafnframt fyrsta plata Án sem er hugarfóstur og hliðarsjálf tónlistarmannsins Elvars Smára Júlíussonar.  Þó hljóðgervlar og bassatrommur geri tónlistina mjög rafræna, er hún samt byggð í kringum píanó, sem gefur henni mannlega hlýju.

an-ljostillifun-1400x1400

Elvar Smári Júlíusson er fæddur 1995 og stundar nám við Listaháskóla Íslands. Hann byrjaði að gera tónlist undir nafninu Án í lok árs 2015. Hann kemur ekki úr hinu venjulega raftónlistarumhverfi, heldur hefur hann framan af hlustað á post-rokk og djass.

Íslenska raftónlistarsenan er því nýkomin sem áhrifavaldur hjá honum. Búast má við meiri tónlist frá honum, bæði sem Án, og sem pródúsent.

Möller Records

Skrifaðu ummæli