RAFPOPP INNBLÁSIÐ AF TÓNLIST SEM HÆGT ER AÐ DANSA VIÐ

0

Dúóið Andri Pétur og unnusta hans Marta Sif ganga undir nafninu Gosi, en þau voru að senda frá sér sýna fyrstu smáskífu sem nefnist React.

„Við spilum rafpopp innblásið af tónlist sem hægt er að dansa við,  frá diskó að pönki og öllu litrófinu þar á milli.“ – Andri Pétur

Andri er tiltölulega ný snúinn heim til Ísafjarðar eftir að hafa stundað nám við tónlistartækni í Hollandi. Á meðan á náminu stóð hóf hann ásamt unnustu sinni Mörtu Sif að koma fram undir nafninu Gosi.

Hægt er að nálgast smáskífuna á helstu tónlistarveitum meðal annars Spotify.

Skrifaðu ummæli