RAFPOPP HLJÓMSVEITIRNAR WESEN OG ANTIMONY SPILA Á LOFT Í KVÖLD 14. APRÍL

0

wesen

Wesen (eða ₩€$€‎₦) er raf-popp hljómsveit frá Reykjavík, en hana skipa þau Júlía Hermansdóttir og Loji Höskuldsson. Tvíeykið hefur áður getið sér gott orð, bæði saman og sitt í hvoru lagi, með hljómsveitum á borð við We Painted the Walls, Oyama og Sudden Weather Change. Sveitin vakti töluverða jákvæða athygli frá miðlum á borð við The Line of Best Fit og MTV Iggy á síðastliðinni Iceland Airwaves hátíð. Wesen lauk nýlega við sína fyrstu breiðskífu, í samstarfi við Árna Rúnar Hlöðversson úr FM Belfast, og mun hún koma út hjá breska plötufyrirtækinu Hidden Trail Records í sumar.

wesen

Antimony er draumkennd raf-popp hljómsveit sem samanstendur af söngkonunni Rex Beckett frá Montreal í Canada, gítarleikaranum og forritaranum Sigurði Angantýssyni frá Reykjavík (en hann er einnig meðlimur Knife Fights), og bassaleikaranum og söngvaranum Birgi Sigurjóni Birgissyni frá Gnúpverjahreppi (en hann er einnig meðlimur Godchilla og Panos From Komodo). Sveitin var stofnuð sumarið 2014 og upphaflega spiluðu þau minimalíska og drungalega „coldwave“ músík, sem þróaðist þó fljótt yfir í tilfinningaþrungið og draumkennt raf-popp. Í Febrúar 2015 gaf Antimony út fjögurra laga þröngskífuna OVA, sem var valin af The Icelandic Music Review sem ein af áhugaverðustu Íslensku þröngskífum ársisn 2015. Nýlega völdu meðlimir Sigur Rósar Antimony til að spila, ásamt Sigur Rós, á Citadel hátíðinni í London í Júlí, næstkomandi. Antimony munu sjálf gefa út sína fyrstu breiðskífu, Wild Life, í sumar, 2016.

Tónleikarnir hefjast kl 20:00 og er frítt inn

Comments are closed.