RAFNÆS #5 VERÐUR FÖSTUDAGINN 8. APRÍL Á PALOMA

0
0
Eftir fjögur vel heppnuð kvöld að baki þar sem fjölbreytt tónlistarfólk hefur komið fram og spilað raftónlist, heldur Rafnæs göngu sinni áfram. Að þessu sinni verður Rafnæs #5 í stærri sniðum en áður. Að vana verður skemmtistaðurinn Paloma tekinn yfir og munu þar Sykur, Vök, Sísý Ey og Good Moon Deer þeyta skífum.
photo- brynjar snær

Ljósmynd: Brynjar Snær

Rafnæs eru reglulegir viðburðir sem tengja saman ólíka hljóðheima undir hatti raftónlistar. Áður hafa dj. flugvél og geimskip, Samaris, Svartidauði, Sóley og fleiri þekktir tónlistarmenn komið fram, þeytt skífum og hreyft jafnt huga, hjörtu og líkama.
10412167_10153736282685218_1774402540_o
Rafnæs #5 verður haldið föstudaginn 8. apríl næstkomandi. Dagskrá kvöldsins hefst með upphitun kl. 23:00 og verður aðgöngueyrir litlar 500 kr. fyrir kl. 01:00 og eftir það 1000 kr.

Comments are closed.