RADIOHEAD Á SECRET SOLSTICE

0

radio 3

Í dag tilkynnir tónlistarhátíðin Secret Solstice hljómsveitina Radiohead en hún mun koma fram á hátíðinni í ár! Þetta mun vera ein stærsta tilkynning sem hátíðin gefur frá sér en sveitin er ein sú stærsta í heiminum!

Radiohead var stofnuð í Abingdon í Oxfordshire árið 1985 og hefur sveitin verið starfandi síðan. Sveitin sló eftirminnilega í gegn með laginu „Creep“ en hefur í seinnitíð orðið talsvert tilraunakenndri og fært sig örlítið fjær rokkinu og nær raftónlistinni.

Breiðskífan Ok Computer kom út árið 1997 en sú plata markaði tímamót hjá hljómsveitinni og stimplaði hún sig inn sem ein af bestu hljómsveitum heims.

Hátíðin í ár er einkar glæsileg en óhætt er að segja að hátíðin er með þeim betri í heminum!

Secret Solstice var stofnuð árið 2014 en ný þrjátíu og tvö nöfn hafa bæst í raðir tónlistarmanna sem stíga á svið í júní. Meðal þeirra eru Radiohead, Afrika Bambaataa, Róisín Murphy, Kelela og Action Bronson en meðal íslenskra má telja Bang Gang, Mammút, Rix, Faces Of Walls og fleiri.

Nú þegar hafa verið tilkynnt níutíu og þrjú tónlistaratriði með ennþá fleiri á leiðinni sem tilkynnt verða á næstu mánuðum fyrir hátíðina.

Secret Solstice fer fram þriðja árið í röð á milli 17. og 19. júní næstkomandi í Laugardalnum. Hátíðin dregur nafn sitt af sumar sólstöðunum sem eiga sér stað sömu helgi og státar sig af þriggja daga dagsbirtu, gestum hátíðarinnar til mikillar gleði.

secret

Ljósmynd: Frímann Kjerúlf

Hægt er að nálgast nokkrar týpur af hátíðarmiðum á vefsíðu hátíðarinnar secretsolstice.is. Venjulegur þriggja daga hátíðarpassi er á 24.900ISK, VIP hátíðarpassi á 34.900ISK en fyrir þá alla djörfustu sem vilja fá sem mest út úr hátíðinni er hægt að kaupa svokallaða Óðinn Super-VIP miða á 129.900ISK en þeir verða einungis 50 talsins. Hátíðin kynnir einnig til leiks í fyrsta skiptið „Hátíðarpakka Guðanna’’ sem verða einungis þrír talsins en þá er hægt að kaupa á eina og hálfa milljón íslenskra króna og innifalið í pakkanum er aðgangur á öll svæði hátíðarinnar og alla hliðaratburði sem hátíðin kemur til með að skipuleggja.

secret 2

Ljósmynd: Frímann Kjerúlf

Tónlistarhátíðin hefur einnig tilkynnt seinustu viðbót hliðaratburða sinna í formi bátapartís sem fer fram eftir miðnætti á Atlantshafi. Plötusnúðar þeyta skífum á meðan gestir fylgjast með sólinni setjast á sjóndeildarhringinn. Aðeins 200 miðar eru í boði fyrir þessa einstöku upplifun sem hátíðargestir geta bætt við hátíðarpassann.

Meðal þeirra hliðaratburða sem þegar hafa verið tilkynntir stendur eflaust upp úr fyrsta partí heimsins sem mun eiga sér stað inni í jökli. Einnig má nefna sundlaugarpartíið sem mun eiga sér stað í elstu náttúrulaug utan Reykjavíkur. Hinsvegar er nánast uppselt á þessa tvo atburði og hvetur því hátíðin þá sem enn eiga eftir að tryggja sér miða að huga að því.

secret 3

Hér má sjá þá listamenn sem hafa nú þegar verið bókaðir í ár.

Radiohead [UK]
Action Bronson [US]
Róisín Murphy [IE]
Afrika Bambaataa [US]
Kelela [US]
Matt Tolfrey [UK]
Bang Gang [IS]
Mammút [IS]
Fufanu [IS]
Rix [IS]
Plastic Love [US]
Clovis [US]
Dr.Spock [IS]
MANT [UK]
Bones [CA]
Faces of Walls [IS]
RVK Soundsystem [IS]
DJ Hendrik [IS]
Pink Street Boys [IS]
Halleluwah [IS]
EinarIndra [IS]
Gervisykur [IS]
Valby Bræður [IS]
Mosi Musik [IS]
Dalí [IS]
Stefán Karel [IS]
Auður [IS]
Átrúnaðargoðin [IS]
TRPTYCH [IS]
Kíló [IS]
Rímnaríki [IS]
Since When [US]

SAMTALS: 32 NÖFN

ALLUR LISTI:

Radiohead [UK]
Deftones [US]
Of Monsters And Men [IS]
Jamie Jones [UK]
Skream [UK]
Action Bronson [US]
Róisín Murphy [IE]
Kerri Chandler [US]
Goldie [UK]
Lady Leshurr [UK]
Richy Ahmed [UK]
Visionquest [US]
Edu Imbernon [ES]
Bernhoft [NO]
Afrika Bambaataa [US]
Apollonia [FR]
Santé [DE]
Deetron [CH]
Darius Syrrosian [UK]
Derrick Carter [US]
Kelela [US]
Bang Gang [IS]
Mammút [IS]
Högni Egilsson [IS]
Agent Fresco [IS]
Benoit & Sergio [FR/US]
Lil Louis [US]
Úlfur Úlfur [IS]
AmabAdamA [IS]
Lee Curtiss [US]
Ryan Crosson [US]
Matt Tolfrey [UK]
Shaun Reeves [US]
Kúra [IS]
Fufanu [IS]
Ylja [IS]
Emmsjé Gauti [IS]
Droog [US]
Sidney Charles [DE]
Midland [UK]
wAFF [UK]
Maxxi Soundsystem [UK]
Chez Damier [US]
Marshall Jefferson [US]
Soffía Björg [IS]
Herra Hnetusmjör [IS]
Dr.Spock [IS]
Will Saul [UK]
Youandewan [UK]
Axel Flóvent [IS]
Shades of Reykjavík [IS]
Glowie [IS]
Exos [IS]
Bensol [IS]
Voyeur [UK]
Artwork [UK]
Yamaho [IS]
Rix [IS]
Plastic Love [US]
Clovis [US]
Bones [CA]
MANT [UK]
Þriðja Hæðin [IS]
Faces of Walls [IS]
RVK Soundsystem [IS]
DJ Hendrik [IS]
Pink Street Boys [IS]
Halleluwah [IS]
Lily The Kid [IS]
Vaginaboys [IS]
GKR [IS]
Stephane Ghenacia [FR]
Lily Of The Valley [IS]
EinarIndra [IS]
Gervisykur [IS]
Valby Bræður [IS]
Mosi Musik [IS]
Alvia Islandia [IS]
DJ Kári [IS]
Frímann [IS]
Casanova [IS]
French Toast [UK]
Dalí [IS]
Stefán Karel [IS]
Marc Roberts [UK]
Captain Syrup [IS]
Auður [IS]
Átrúnaðargoðin [IS]
TRPTYCH [IS]
Kíló [IS]
Rímnaríki [IS]
Since When [US]

Comments are closed.