QUEST SENDIR FRÁ SÉR STUTTSKÍFUNA „GALA“ OG GÍRAR SIG UPP FYRIR AIRWAVES

0

queast

Hljómsveitin og gjörningabatteríið Quest sendir frá sér nýja stuttskífu sem ber nafnið „Gala“ og inniheldur fimm lög sem öll voru tekin upp í Stúdíó Sýrlandi í ársbyrjun 2015. Platan kom út á netinu, föstudaginn 30. október, en þar mun fólk geta hlustað á hana ókeypis.

queast 2

Quest er ekki einungis að gefa út tónlist þessa daganna, heldur eru þeir á fullu að undirbúa sig fyrir árlega Iceland Airwaves hátíð. Vegna hennar eru þeir að gera handgerðan hljómsveitavarning, t.d. Quest-sokka, Quest-boli og Quest-lyklakippur svo dæmi séu nefnd, svo ekki sé minnst á þá tónleika sem Quest mun spila á yfir hátíðina.

Comments are closed.