QUARASHI VINNUR AÐ NÝRRI PLÖTU

0

qua 2

Hljómsveitin Quarashi droppaði stórri sprengju í fréttatíma Rúv í gærkvöldi en þar tjáðu Sölvi Blöndal og Steinar Fjeldsted sig um að ný plata væri væntanleg frá sveitinni. Platan mun vera sú fyrsta í fjórtán ár þar sem allir upprunalegir meðlimir verða með. Nýtt lag frá sveitinni sem nefnist „Chicago“ hefur ómað á útvarpsstöðvum landins undanfarna daga en myndband við lagið er væntanlegt í þessari viku!

„Já það kemur út ný Quarashi-plata. Ég held að ég geti staðfest það hérna í þessu viðtali. Það er ástæðulaust að fara í felur með það.“ – Sölvi Blöndal í fréttatíma Rúv.

qua 1

Platan er væntanleg síðar á þessu ári en Quarashi kemur fram á Þjóðhátíð í Eyjum 30. Júlí næstkomandi.

Hér fyrir neðan má sjá link yfir á viðtalið við Sölva Blöndal og Steinar Fjeldsted í fréttatíma Rúv í gærkvöldi.

http://www.ruv.is/frett/quarashi-gefur-ut-fyrstu-plotuna-i-fjortan-ar

Comments are closed.