QUARASHI VINNUR AÐ NÝJU LAGI OG MYNDBANDI

0
qrc 3

Ljósmynd: Svenni Speight

Hljómsveitin Quarashi er komin aftur á kreik en sveitin kom síðast saman árið 2014 þegar hún steig á svið á þjóðhátíð í eyjum. Sveitin ætlar að leika sama leik í ár en ekki nóg með það heldur er nýtt lag og myndband á næsta leiti.

qrc 1

Ljósmynd: Svenni Speight

Allir upprunanlegu meðlimir Quarashi koma að laginu og myndbandinu en mikið er lagt í herlegheitin eins og þeim einum er lagið.

„Lagið er geggjað og það sama má segja um myndbandið. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ferli og góð stemming innan sveitarinnar. Við lofum „kick ass“ tónleikum á þjóðhátíð í sumar.“ – Sölvi Blöndal.

Lagið og myndbandið kemur út næstkomandi miðvikudag 18. Maí en mikil leynd er í kringum hvorutveggja.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá tónlekum Quarashi á skemtistaðnum Nasa árið 2011. Þetta ætti að halda mannskapnum á tánum þangað til eftir viku!

Comments are closed.