QUARASHI ÆTLAR AÐ RÚSTA NASA Í KVÖLD

0

quarashi 1

Hljómsveitin Quarashi blæs til heljarinnar tónleika í kvöld á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Fimm ár eru liðin síðan sveitin spilaði seinast í Reykjavík og er hitinn mikill fyrir tónleikana! Quarashi kom fram á Þjóðhátíð í Eyjum fyrir um tveim vikum og ætlaði allt um koll að keyra enda sveitin þekkt fyrir orkumikla framkomu.

„Reykjavík er okkar borg og okkur hlakkar alveg ótrúlega mikið til að spila á Nasa í kvöld, við ætlum að rústa Nasa!“ – Sölvi Blöndal liðsmaður Quarashi.

quarashi 2

Það má búast við rífandi stemmingu og miklum hita á tónleikunum í kvöld, hver er ekki til í að hoppa við lög eins og Baseline, MR. Jinx og Stick Em Up! GKR og Shades Of Reykjavík spila á undan Quarashi!

Örfáir miðar eru eftir en hægt er að nálgast þá á Tix.is. Einnig verða einhverjir miðar seldir við hurðina en fyrstir koma fyrstir fá!

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá tónleikum sveitarinnar á Nasa 2011.

http://www.thequarashivibe.com/

Comments are closed.