QUARASHI Á ÞJÓÐHÁTÍÐ Í EYJUM 2016

0

quarashi

Hljómsveitin Quarashi er ein vinsælasta hljómsveit landsins og hefur hún verið það allt frá stofnun hennar árið 1996. Sveitin lagði upp laupana árið 2004 en hún á að baki einn glæsilegasta tónlistarferil Íslandsögunnar,  fjölda útgáfna og mörg þúsund tónleika á heimsvísu.

Allir sem hafa séð Quarashi á sviði geta verið sammála um að sveitin er fantagóð enda er  tónlistin virkilega kraftmikil og fær hvert mannsbarn til að sleppa af sér beislinu og skemmta sér eins og enginn er morgundagurinn!

Nú ætla drengirnir að koma saman aftur og spila á Þjóðhátíð í eyjum en árið 2014 tryllti sveitin Dalinn með ótrúlegri frammistöðu á stóra sviðinu. Svo sannarlega einir allra bestu tónleikar sem Þjóðhátíðargestir hafa upplifað. Quarashi er því að spila í annað sinn í Eyjum í ár og það með öllum upprunalegu meðlimum sveitarinnar; Sölvi Blöndal, Steinar Fjeldsted, Höskuldur Ólafsson, Ómar Örn Hauksson og Egill Ólafur Thorarensen mæta í Herjólfsdal ásamt plötusnúðnum Gísla Galdri Þorgeirssyni.

Quarashi eftir tónleikana í Eyjum 2014

Quarashi eftir tónleikana í Eyjum 2014

Öllu verður til tjaldað og óhætt er að segja að stemmingin í dalnum eigi eftir að vera ógleymanleg!

Dagskráin á Þjóðhátíð í Eyjum hefur aldrei verið glæsilegri og nú þegar er búið að tilkynna Emmsjé Gauta, Agent Fresco, Úlf Úlf, Retro Stefson, GKR, Herra Hnetusmjör, Sturla Atlas og Júníus Meyvant ásamt því að Sverrir Bergmann, Friðrik Dór og hljómsveitin Albatross sem Halldór Gunnar Pálsson stýrir munu flytja Þjóðhátíðarlagið í ár.

Forsala á Þjóðhátíð er í fullum gangi á http://dalurinn.is/

Hér fyrir neðan má sjá Quarashi taka lagið Stick Em Up í áströlskum sjónvarpsþætti:

Comments are closed.