PUNK, FUNK OG ALLSKONAR BRJÁLÆÐI

0

Hljómsveitin Captain Syrup var að senda frá sér sína aðra plötu en hún ber heitið Þorskaklám. Platan inniheldur sex brjálæðislega hress lög ásamt einu aukalagi. Tónlistarstefnu sveitarinnar má lýsa á ýmsan hátt en höfðar meðal annars til punks, funks og ýmissa annarra stefna.

Platan er komin út á veraldarvefnum en verður fáanleg á Cd í lok Apríl. Captain Syrup kemur fram á tónleikum á sumardaginn fyrsta á BarAnanas ásamt Phlegm og CeaseTone.

 

Skrifaðu ummæli