PUFFIN ISLAND SENDIR FRÁ SÉR BREIÐSKÍFUNA ANOTHER DAY

0

puffin

Hljómsveitin Puffin Island hefur sent frá sér sína fyrstu breiðskífu sem ber titilinn Another Day. Sumar plötur eru sumarplötur og þessi hressa frumraun Lundeyjaskeggja smeygir sér lipurlega í þann flokk. Meðlimir fara ekki leynt með aðdáun sína á Bítlunum eins og fyrsta smáskífan „Harrison,“ gaf sterklega til kynna. En þess má geta að lagið fór upp í 3.sæti vinsældarlista Rásar 2, sumarið 2015.

Þrátt fyrir áhrif frá klassískri „feel good“ popptónlist sjöunda áratugarins þá eru Puffin Island liðar óneitanlega í takti við nútímann þegar kemur að útsetningum og heildarhljómi. Horfa þeir þá helst vestur yfir haf til indírokk og popp kollega sinna í Bandaríkjunum.

pisland_cover3

Þessi níu laga plata býður hlustanda upp á vænan skammt af glymrandi gítarpoppi, slatta af grípandi röddunum og nóg af tambúrínuhristingi. Textarnir eru bæði á ensku og íslensku og skipta gítarleikararnir, Aron og Skúli, söngnum bróðurlega á milli sín, þó hinir sönnu bræður í bandinu séu í raun Skúli og Egill Jónssynir.

Framundan er spennandi ár hjá Puffin Island sem mun ná hápunkti þegar þeir stíga á stokk á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í byrjun nóvember. Stefnir hraðbyri í ár lundans.

 

Nánar með Puffin Island á:

www.spotify.com

www.apple.itunes.com

Comments are closed.