PRINS PUFFIN OG HBRIDDE RENNA SÉR UM Á STÍKASLEÐA

0

prins jöss

Tónlistarmennirnir Arnar Guðni Jónsson eða Prins Puffin eins og hann er kallaður og HBridde voru að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „Stíkasleði.“ Margir kannast við kappana úr rapp hljómsveitinni Shades Of Reykjavík en sú hljómsveit er afar vinsæl hér á landi.

Lagið varð til þegar HBridde og Prins Puffin voru staddir í hljóðverinu og sá fyrrnefndi var að vinna í takti. Báðum leist það vel á að stokkið var að míkrafóninum og dælt út úr sér orðum, en allur textinn er svokallað freestyle (spunnið á staðnum).

Hér er á ferðinni frábært lag, hækkið og njótið gott fólk!

Comments are closed.