PRINS PÓLÓ SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „SANDALAR“

0
prins 2

Ljósmynd: Orange Ear

Tónlistarmaðurinn Prins Póló hefur verið mjög áberandi um nokkurt skeið og lög eins og „París Norðursins,“ „Tip Top“ og „Niðrá Strönd“ hafa slegið í gegn. Lögin hanns eru mikil snilld og ekki síst fyrir frábæra texta en þar er prinsinn í algjörum sérflokki.

prins 3

Ljósmynd: Orange Ear

Prins Póló var að senda frá sér glænýtt lag en það heitir því skemmtilega nafni „Sandalar.“ Lagið byrjar rólega en hressist allsvakalega þegar á líður. Verið er að leggja lokahönd á myndband við lagið og óhætt er að segja að eftirvæntingin er mikil! Fylgist vel með hér á Albumm.is.

Frábært lag hér á ferðinni frá meistara Prins Póló.

Comments are closed.