PRINS PÓLÓ SENDIR FRÁ SÉR „LÆDA SLÆDA“

0

SVAVAR 2

Prins Póló sendir frá sér nýtt lag í dag. Lagið heitir „Læda slæda“ (Ég læt það slæda) og er samið undir innblæstri frá Flex, slædmeistara hirðarinnar. Þeir sem ekki þekkja slædið ættu að leggjast yfir textann og mastera það. Benni Hemm Hemm á stórleik í laginu á Casio hljómborð auk þess að syngja bakraddir og slæda.

SVAVAR 1

Annars er Prins Póló í feikna stuði að búa til ný lög og rækta kál í sveitinni með sinni familí en ætlar að reyna að hysja upp um sig buxurnar hvað við kemur tónleikahaldi fljótlega. Þess má geta að þau hjónin eru að leggja lokahönd á veitingastað í sveitinni undir nafninu Havarí þar sem boðið verður upp á brasaðan grænmetismat, hamborgara og pulsur auk tónleika og annarra skemmtilegheita. Þau skora á alla hungraða ferðalanga að kíkja við í sumar, slappa af og fá sér í gogginn.

Hér fyrir neðan má lesa texta lagsins en hann er algjör snilld!

Læda slæda

Ég sit hérna á klósettinu og er að skeina mér
Og af lyktinni að dæma þá var var einhver hérna á undan mér
Sem kláraði allan pappírinn beint á rassinn sinn
en setti ekki aðra rúllu á klósettpappírsstandinn

Þannig að mér er skapi næst að ganga berserksgang
fara með buxurnar á hælunum fram á gang
og taka þennan skítabuxa upp á eyrunum
og sýna honum brot af mínum myrkustu hugsunum – já

Nú er eg er kominn upp í Skeifu, með stefnuljósið á
Ég ætla að leggja í þetta stæði, þetta er stæði sem ég á
En þá kemur einhver fauti og leggur beint í það
hann lætur bara alveg eins og hann eigi það

Það sem mér dettur helst í hug er að gefa allt í botn
og þruma beint í hliðina á honum, ég veit það verður vont
klessukeyra drusluna, keyra allt í spað
en þá fæ ég skínandi uppljómun og vitiði hvað…

Ég læt það slæda….

Klukkan er orðin sjö og ég ætla að horfa á fréttirnar
en þegar ég kveiki á sjónvarpinu þá eru þær búnar
Þeim hafði verði flýtt vegna stórmerkilegrar
Og bráðnauðsynlegrar beinnar útsendingar

Mig langar mest til að taka imbakassann minn
og fleygja honum út fyrir sjóndeildarhringinn
en þá man ég eftir því að afborganirnar
af heimilistryggingunum eru gjaldfallnar

Svo ég læt það slæda

Ég er staddur út í búð að kaupa inn
Röðin er svo löng og bara einn kassi opinn
En þá opnast skyndilega kassinn við hliðina
Og gaurinn fyrir aftan mig er kominn fremstur í röðina

Mér er skapi næst að skella honum beint á andlitið
Lárétt og löðurmannlega á færibandið
Setja svo poka utan um hausinn hans
Og senda hann rakleiðs til skrattans

En ég læda….

Comments are closed.