PRINS PÓLÓ OG RAGGI BJARNA TJILLA Í GÓÐA HIRÐINUM

0

PRINS

Sykursæti indie popparinn Prins Póló gerði sér lítið fyrir og vippaði laginu „Hamstra Sjarma“ yfir á ensku og heitir því nú „Hamster Charm.“ Þetta er fyrsta lag sem kappinn sendir frá sér á ensku en það er greinilegt að útlönd er næsti viðkomustaður tónlistarmannsins.

PRINS PÓLÓ MYND BALDUR KRISTJÁNSSON

Einnig var gert bráðskemmtilegt tónlistarmyndband við lagið en það er enginn annar en kvikmyndargerðarmaðurinn Árni Sveinsson sem á heiðurinn af því. Hin ýmsu þekkt andlit koma fyrir í myndbandinu og má þar helst nefna stórstjörnuna Ragga Bjarna. Harmónikuleikarinn Mar­grét Arn­ar­dótt­ir og Árni úr hljómsveitinni Fm Belfast koma einnig við sögu en myndbandið var tekið upp inn í versluninni Góða Hirðinum.

Hér er á ferðinni frábært lag og myndband.

Comments are closed.