PRINS PÓLÓ OG JÓNAS SIGURÐSSON MEÐ TÓNLEIKA Í HAVARÍ Á KARLSSTÖÐUM 2. JÚLÍ

0

prins jónas

Hjónin Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) og Berglind Hasler á Karlsstöðum í Berufirði eru nýbúin að umturna fjárhúshlöðunni í viðburðarými og veitingahús og ber það nafnið Havarí. Matseðillinn saman stendur af ljúffengum grænmetisréttum, bulsum, súpu, vöfflum, kökum og lífrænu kaffi, sem hefur slegið í gegn.

havarí (1)

Fyrstu helgina í Júlí ætlar Stórvinur þeirra hjóna, Jónas Sigurðsson að skella sér austur og taka út verkið. Af því tilefni ætla þeir félagar Jónas og Prins Póló að halda tónleika laugardagskvöldið 2. júlí klukkan 22.00.

Hægt er að nálgast miða á Tix.is og er aldurstakmarkið 20 ára.

Comments are closed.