PRINS PÓLÓ OG JÓNAS SIG Í BEINNI ÚTSENDINGU FRÁ HAVARÍ Á ALBUMM.IS

0

live 1

Tónlistarmennirnir Prins Póló og Jónas Sigurðsson ætla að vígja tónleikastaðinn Havarí í kvöld sem staðsettur er á Karlsstöðum í Berufirði. Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Hasler opnuðu tónleika og listasmiðjuna Havarí fyrir nokkrum dögum en þar er t.d. hægt að fá einn besta kaffibolla landsins!

live 2

Mikið hefur verið lagt í allt innvið og hljómburð enda miklir fagmenn þarna á ferðinni. Albumm.is og Havarí ætla að leiða saman hesta sína og vera með beina útsendingu (Live Stream) frá tónleikum staðarins í sumar. Eins og fyrr hefur komið fram eru það meistararnir Prins Póló og Jónas Sigurðsson sem ríða á vaðið en hægt er að horfa á alla tónleika beint hér fyrir neðan!

Herlegheitin byrja stundvíslega kl 22:00 en beina útsendingin er byrjuð, Góða skemmtun gott fólk!

Comments are closed.