PRINS PÓLÓ OG AUSTFIRSKIR FÉLAGAR HRISTA UPP Í KEX

0

Hönnunarmars er í fullum gangi eins og íbúar Reykjavíkur og nágranna-sveitafélög hafa væntanlega tekið eftir undanfarið.  Meðal dagskrárliða á þessari stærstu hönnunarhátíð heims er sýningin Austurland: Make It Happen sem er samsýning austfirskra hönnuða og listamanna sem hefst föstudaginn 24. mars á KEX Hostel.

Í kjölfar sýningarinnar sem stendur yfir í Gym & Tonic salnum á Hönnunarmars setja Make by Þorpið lokapunktinn á frábærum opnunardegi með því að njóta matar, drykkjar og ljúfra tóna.

Austfirskur biti verður á matseðlinum.

Í fremra rými Sæmundar í sparifötunum á KEX Hostel verður tilkomumikil skemmtidagskrá og hefst hún með opnun á heimasíðunni Austurland.is.

Síðan stíga á stokk eftirfarandi snillingar:

19:00 Svanur Vilbergs gítarleikari

19:30 Dj Ívar Pétur þeytir skífum

20:15 Vinny Vamos

21:00 Austurvígstöðvarnar

21:45 Prins Póló

Allir hjartanlega velkomnir!

Skrifaðu ummæli