PRINS PÓLÓ HRINGIR INN JÓLIN

0

prins-1

Prins Póló kemur samferða jólasveininum til Reykjavíkur á föstudaginn til að halda tónleika á Húrra. Prinsinn gaf nýverið út lagið „Jólakveðja“ sem hluta af átakinu Sannar gjafir sem UNICEF stendur fyrir. Í laginu syngja og leika auk Prinsins þeir Valdimar Guðmundsson, Snorri Helgason og Teitur Magnússon og það er aldrei að vita nema þessir herramenn stígi á svið með Prinsinum á föstudaginn.

prins-2

Prinsinum til halds og trausts er hinn gríðarmikilvægi galdramaður Árni+1 kenndur við Fm Belfast. Tónleikarnir byrja klukkan 22.00 og kostar 2.000 kr inn. Hægt er að nálgast miða á Tix.is

Skrifaðu ummæli