PRINS PÓLÓ Á TOPPNUM OG SENDIR FRÁ SÉR NÝTT MYNDBAND

0

svavar

Tónlistarmaðurinn og lífskúnstnerinn Svavar Pétur Eysteinsson öðru nafni Prins Póló hefur heldur betur slegið í gegn að undanförnu með laginu „Læda Slæda.“ Lagið trónir nú á toppi vinsældarlista rásar tvö og er því eitt vinsælasta lag landsins!

svavar 2

Út var að koma myndband við umrætt lag og er það algjör snilld líkt og allt sem prinsinn kemur nálægt. Í myndbandinu sést lítil hendi klappa kauða um kinn, hann situr á dollunni og er allur klósettpappírinn búinn og svo dólar hann sér í skeifunni svo fátt sé nefnt.

Læda Slæda er frábært lag með afar skontnum texta. þú átt að ýta á play, hækka í botn og dansa í takt við eitt vinsælasta lag landsins.

Comments are closed.