PRESIDENT BONGO SENDIR FRÁ SÉR MYNDBAND VIÐ LAGIÐ „GRECO“ AF PLÖTUNNI SERENGETI

0

stephan

Stephan Stephensen er löngu orðinn þekktur sem einn af okkar flottustu tónlistarmönnum en margir þekkja hann sem meðlim hljómsveitarinnar GusGus. President Bongo eins og hann kallar sig er hættur í GusGus og er farinn að leita á önnur mið. Stephan hefur verið upptekin við allskonar listsköpun en hann býr nú í Berlín og er iðinn við tónlistarsköpun þar í borg. Kappinn sendi nýverið frá sér breiðskífuna Serengeti sem hefur fengið glimrandi dóma útum allan heim, enda virkilega frábær plata!

stephan2
Á dögunum kom út myndband við lagið „Greco“ og óhætt er að segja að það er með því flottasta sem sést hefur. Það eru miklir snillingar sem vinna myndbandið en það eru þeir margrómuðu Snorri Bros. Snorri Bros eru þeir Eiður Snorri og Einar Snorri en þeir hafa hafa unnið saman í áraraðir að hinum ýmsu verkefnum, en allt byrjaði þetta á Breakdance og Graffiti. Ástríða þeirra félaga liggur í ljósmyndun og myndbandagerð og gera þeir út frá menningarborginni New York. Snorri Bros hafa unnið með listamönnum eins og Wu Tang Clan, Dj-Shadow, Björk og Chemical Brothers svo fátt sé nefnt.

Frábært lag og myndband frá frábærum listamönnum!

Comments are closed.