PRESIDENT BONGO AND THE EMOTIONAL CARPENTERS FLYTJA SERENGETI Í HEILD SINNI

0

president-2

Blikktromman kynnir með stolti gesti nóvembermánaðar, President Bongo and the Emotional Carpenters sem flytja okkur Serengeti í Kaldalónsal Hörpu.

Stephan Stephensen aka Presedent Bongo var einn af stofnendum GusGus og er brautryðjandi í íslenskri raf- og danstónlist. Vorið 2015 sagði President Bongo skilið við GusGus til að hefja sóló feril sinn og útkoman er breiðskífan Serengeti sem hefur hlotið frábæra dóma.

president-3

„Serengeti er óhemju metnaðarfullt verk, áhættusækið ef svo má að orði komast og sem slíkt, giska vel heppnað. Það borgar sig stundum að láta vaða.“ – Arnar Eggert Thoroddsen segir í plötugagnrýni sinni um verkið.

Blikktromman og aðdáendur bíða spennt eftir þessum tónleikum og telja niður í ævitýralegt kvöld í Hörpu.

president

Tónleikaröðin Blikktromman hefur nú sitt annað starfsár í Hörpu en síðasta ár gekk vonum framar. Áhersla er lögð á að bjóða upp á tónleika með nokkrum af okkar fremstu tónlistarmönnum í því nána og gæðaumhverfi sem Kaldalón salur í Hörpu býður uppá. Eftir tónleikana gefst gestum kostur á að setjast niður með drykk og útsýni yfir smábátahöfnina, með góða tónlist í bakgrunninn. Ekkert vesen, bara gæði.

Meðal listamanna sem komið hafa fram á Blikktrommunni eru; Sóley, Högni Egilsson, Valdimar & Örn Eldjárn, Mr. Silla, Sin Fang, Úlfur Eldjárn, Tina Dickow & Helgi Hrafn Jónsson, Úlfur Úlfur, Snorri Helgason og Benni Hemm hemm.

Hægt er að nálgast miða á Harpan.is og byrja herlegheitin stundvíslega kl 18:00.

Comments are closed.