POPPPUNKTUR SNÝR AFTUR Á SKJÁINN Í SUMAR

0
POPP 3

Popppunktur snýr aftur á skjáinn í byrjun júlí.

Hinn frábæri spurningarþáttur Popppunktur snýr aftur á skjáinn í sumar og er það mikið gleðiefni fyrir alla tónlistarunnendur. Sem fyrr eru það snillingarnir Dr. Gunni (Gunnar Lárus Hjálmarsson) og Felix Bergsson sem stýra þættinum.

POPP

Liðin sem keppa í sumarútgáfu Popppunkts 2016 eru: Grísalappalísa, Reykjavíkurdætur, Moses Hightower, Retro Stefson, FM Belfast, Boogie Trouble, Amabadama og Agent Fresco. Yfirskrift þáttanna að þessu sinni er „Popppunktur 2016 – Íslenska popp og rokksagan“ Tilefnið er auðvitað þættirnir um íslensku popp og rokksöguna sem Dr. Gunni og Markell gerðu og voru sýndir á RÚV í vetur við miklar vinsældir.

„Þátturinn verður í klassískum Popppunkts anda, vísbendingaspurningar, hraðaspurningar, bjölluspurningar og valflokkar. Hljómsveit spreytir sig, popphjólið og fimman eru auðvitað á sínum stað. Einnig lofum við sérstakri getraun fyrir áhorfendur í sjónvarpinu og á Rás 2.“ – Dr. Gunni

Sýningar hefjast í byrjun júlí. Spennið beltin!

Hér fyrir neðan má sjá einn vel valinn þátt þar sem hljómsveitirnar Sigur Rós og Ljótu Hálfvitarnir keppa sín á milli.

Comments are closed.