POPP OG ROKKSAGA ÍSLANDS ER SKILDUEIGN ALLRA TÓNLISTARÁHUGAMANNA

0

Gunnar Lárus Hjálmarsson / Dr. Gunni.

Popp og Rokksaga Íslands var á dagskrá Rúv í fyrra vetur 2015 en í henni var farið yfir sögu og þróun popp og rokktónlistar á Íslandi. Í þáttunum var talað við söngvara, lagahöfunda, upptökustjóra og aðra sem hafa sett svip sinn á blómlegt tónlistarlíf Íslendinga í gegnum tíðina.

Í þessarri frábæru þáttarröð var farið um víðan völl: Rokkið, Bítlarnir og hipparnir, diskóið, proggið og pönkið, Stuðmenn og Mezzoforte, heimsfrægðin og harmleikarnir, Sykurmolarnir og Björk, Sigurrós og krúttin, Of Monsters and Men og margt, margt fleira.

rokk

Fyrir skömmu komu þættirnir út á DVD og um ræðir þriggja diska sett (hægt að spila diskana báðum megin) og er þetta algjör skildueign fyrir alla tónlistaráhugamenn, enda erfitt að finna eins ýtarlega umfjöllun um Íslenska popp og rokksögu!

Örn Marínó Arnarsson og Þorkell Harðarson sáu um dagskrárgerð í samvinnu við Gunnar Lárus Hjálmarsson eða Dr. Gunna eins og flestir þekkja hann en þættirnir eru byggðir á bókinni hanns „Stuð vors lands“

Popp Og Rokksaga Íslands fæst í öllum betri verslunum og á Heimkaup.is

Skrifaðu ummæli