POPP BALLAÐA LÖÐRANDI Í KYNÞOKKA

0

both-eyes-on-you-video-pix

Tónlistarmaðurinn Auður frumsýnir nú myndband við lagið „Both Eyes on You“ á YouTube. Myndbandið var tekið upp á tveimur helgum í Reykjavík og leikstýrt af Helga Jóhannssyni og Herði Sveinssyni og framleitt af Dóttir.

Auður hefur heldur betur verið að gera það gott að undanförnu en hann er ný kominn heim frá Kanada þar sem hann var á vegum Red Bull Music Academy.

„Both Eyes on You“ er sykursætt popp lag og er það löðrandi í kynþokka! Myndbandið er einkar töff stöff og er því ekkert annað í stöðunni en að skella á play og njóta!

Skrifaðu ummæli