POP UP MARKAÐUR, EXOS VS SKENG OG POSITIVE VIBRATIONS Á PALOMA Á MENNINGARNÓTT

0

pop up markaður

Á morgun er menningarnótt og óhætt er að segja að mikið og ýmislegt er að gerast, skemmtistaðurinn Paloma er þar engin undantekning en þar má nefna Pop up markað, Exos vs Skeng og Positive Vibrations.

positive vibrations

Pop-up götumarkaðurinn verður í Dubliner portinu en þar ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Margir fermetrar af fötum, vínylplötum, bókum, plastfígúrum og allskyns eigulegu dóti!

Ljúfir sumartónar frá plötusnúðunum KGB, Krbear og KES ásamt fleirum og götumatur frá Kokkunum Jóni og Marco, Kokteill á tilboði og hamingjustund á bjór tryggja að götustemmingin verður allsráðandi!

Þá er komið að Positive Bibrations en dagskrá kvöldsins er þétt setinn þar sem Tommi White, Grétar aka Sean Danke og Jonathan Mcaneney frá Glasgow sjá um að galdra jákvæða strauma langt fram eftir nóttu. Auk þessa snillinga munu töffararnir í Mosi Musik koma og spila nokkur vel valin partý lög af splunku nýju efni sem þau hafa verið að sjóða saman á þessu frábæra sumri.

exos paloma

Í kjallara Paloma verður það Techno tónlistin sem fær að ráða ríkjum en það er meistarinn og snillingurinn Exos sem sér um dansgólfið.

Það má búast við dúndrandi bassa, svita og gleði! Alls ekki láta þig vanta á Paloma á Menningarnótt! Frítt er inn til kl 01:00 en aðeins 1.000 kr eftir kl 01:00.

Comments are closed.