PÖNK ROKKARI SEM SYNGUR UM ÁSTINA

0

Seint Sessions er ný myndbandssería frá listamanninum Joseph Cosmo betur þekktur sem Seint. En meigin þemað er að gera einskonar ábreiðu eða endurgerð af lögum annarra listamanna sem hafa gefið honum innblástur í gegnum tíðina.

„Ég vil alltaf reyna gera eitthvað öðruvísi. Fyrir mér er þetta einungis áframhald af mínum pönk rokk bakgrunni. Bara nota það sem ég hef. Þó ég taki upp video á síma eða rándýra Alexu breytir mig litlu. Ef tilfiningin er rétt þá mun hún skýna í gegn. Ég er ennþá þessi metal/hardcore kid syngjandi með Converge og slammandi yfir Maiden. Ég vil aldrei gera hlutina ofur fínslípaða þótt ég syngi um ástina. Og já b.t.w. söngurinn sem heyrist í myndbandinu er tekinn upp á staðnum“  – Seint.

Í þessu fyrsta myndbandi eru tekin fyrir tvö lög frá ofurstjörnunni The Weeknd. Til má nefna að útgáfutónleikar Seint verða haldnir þann 17. mars á Bar 11.

Skrifaðu ummæli