POLLAPÖNK SENDA FRÁ SÉR MANNANAFNALAGIÐ

0

pollaponk-banner-image

Hljómsveitina Pollapönk þarf alls ekki að kynna fyrir landsmönnum en sveitin hefur verið ein sú vinsælasta seinustu árin. Pollapönk voru að senda frá sér nýtt lag sem nefnist Mannanafnalagið og er þetta fyrsti singullinn af væntanlegri plötu.

„Lagið fjallar auðvitað um þessa margumtöluðu mannanafnanefnd sem ákveður hvað hver má heita hverju sinni, og farir þú ekki eftir reglunum þá ertu sektaður en hugmyndin að laginu kviknaði einmitt eftir að hafa hlustað á viðtal við Ómar Örn Hauksson (Quarashi) en hann hefur þurft að glíma við þessa blessuðu nefnd undanfarið“ Heiðar Örn Kristjánsson

Comments are closed.