POCKET DISCO SENDA FRÁ SÉR SITT FYRSTA LAG OG MYNDBAND

0
two
Hljómsveitin Pocket Disco var að gefa út sitt fyrsta lag og myndband „Rock & Roll,“ en í hljómsveitinni eru Salóme R. Gunnarsdóttir og Steindór Grétar Jónsson. Viktor Orri Árnason, oft kenndur við hljómsveitina Hjaltalín, sá um upptöku og hljóðhönnun.
Höfundur myndbandsins var Emil Ásgrímsson, hönnunarstjóri hjá Saga Film.
„Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum um hvar á Íslandi myndbandið sé eiginlega tekið upp, en sannleikurinn er auðvitað að landslagið er tilbúningur með notkun green screen og módela.“ – Emil

Comments are closed.