PLUG & PLAY KYNNIR NÝJA ÍSLENSKA TÓNLIST

0

plugplay1_banner

Tónlistamaðurinn Mosi stendur fyrir nýjum tónleikaviðburði sem haldin er á Boston annan hvern fimmtudag og kallast Plug & Play. Sex tónlistaratriði koma fram á hverju kvöldi úr allsskyns tónlistarstefnum.

„Mig langaði að búa til skemmtileg kvöld þar sem við kynnum nýja tónlist. Það er svo rosalega mikið af góðu nýju stöffi í gangi hérna á íslandi í dag og maður sér ekki helminginn af þessu nema kannski á Airwaves þegar allir sjá allt á einni viku. Mig langaði að búa til vettvang þar sem við getum hjálpað tónlistarfólki að kynna sýna tónlist á reglulegum viðburðum og Plug & Play er útkoman.“ Mosi

Nafnið Plug & Play kom af þeirri ástæðu að þessi kvöld eru gerð fyrir einfalda sviðs uppsetningu í þeim tilgangi að geta haft fleiri með og stutta bið á milli atriða. Einu skilyrðin fyrir því að vera með er að hafa einfalt setup. Fyrsta kvöldið verður haldið fimmtudaginn 9. febrúar og verður þar bland af hip hop og raftónlist kynnt.

FRAM KOMA:

M E G E N

megen

m e g e n  tók þátt í Músíktilraunum 2016 og vann verðlaunin Rafheili Músiktilrauna. Tvíeykið semur aðallega tónlist sem kallast „cloud rap“ og einkennist af draumakenndum hljóðum, sem innihalda einnig mikið af Trap- og raf elementum.

Strákarnir gáfu út mixtape árið 2016 sem heitir „Skýjaglópur.“

HOLY HRAFN

holy-hrafn

HOLY HRAFN er rappari og taktsmiður sem er að fara að taka sveinspróf í húsasmíði…örugglega best að lýsa tónlistinni sem weirdcore-eð.

Flæði! Fjör! Fjölbreytta shittið! og „weird“ rímið verður allt á sínum stað í hausnum á HOLY og fær að leka á sviðið í tuttugu mínútur á næsta Plug & Play.

SEINT

seint

Seint er solo project Joseph Cosmo. Stefnan sem hann flytur kallast „Post Pop“ eða „Heimsenda popp.“ Hljóðheimurinn er einskonar blanda af hljómi á við Massive attack, Burial og Kanye West.

Ný útgáfa frá Seint er væntanleg í byrjun mars á Spotify.

VEGAN KLÍKAN

vegan-klikan

Vegan Klíkan er byltingarkennt músíkalskt apparat sem rappar um breytta tíma og breyttar lífsvenjur. Klíkan er ein af fáum rapphljómsveitum á íslandi með bæði karl og kvennröppurum í aðalhlutverki.

Bandiđ er eins og sjálfstætt framhald á hljómsveitinni Storm & Blíðu, bara með fleiri hljómsveitarmeðlimum. Tónlistin einkennist af miklum „feel good væbi“ reggae tónum og þau eiga að baki margar mjög líflegar og skrautlegar framkomur á sviði.

ANDI

andi

Andi gaf út plötu í maí 2016 á vegum Lady Boy Records og fékk fínar viðtökur síðla sama árs með tilnefningu frá Kraumi og viðurkenningu frá Grapevine.

Gagnrýnendur hafa slefað yfir frumburðinum og meðal annars sagt:

“It’s impressive that he was released on Lady Boy Records because they get a lot of requests and just pick out stuff they really believe in“

“It’s melodic and upbeat. It’s probably the most accessible thing Lady Boy have done. But don’t tell them, they’ll be really pissed off.”

“It’s a whole album—or, casette—and he has his own universe of sounds. It’s really retro, mining this late ‘70s Giorgio Moroder, Italo Disco stuff. It’s light and greasy and I enjoy listening to it a lot. Which is why I think people should hear it.”

TINDR

tindr

Tindr er með nokkurra ára rappreynslu en hefur m.a. unnið textaverðlaun Músíktilrauna 2016. Tónlistin er aðallega turnup sem er eins og trap nema hávaðasamara.

Langar þig að spila á Plug & Play? Öllum er velkomið að sækja um að vera með. Hvort heldur sem þú ert gamalreyndur að prófa nýtt efni eða nýtt andlit að stimpla þig inn. Einu kröfurnar eru að setup þarf að vera einfalt: Playback + söngur/rap, eitt hljóðfæri + söngur, lítið work station á borði sem er ekki mikið meira en 1-2 rásir í mixer …etc etc.

Fyrsta kvöldið er á morgun fimmtudaginn 9. febrúar og byrja herlegheitin stundvíslega kl 21:00.

Umsókn á Plug & Play: mosimusik@gmail.com

Skrifaðu ummæli