PLUG & PLAY HALDIÐ Í ÞRIÐJA SINN Á BOSTON Í KVÖLD

0

Nú er komið að Plug & Play #3. Sex tónlistar atriði koma fram á hverju kvöldi úr allskyns tónlistarstefnum. Kvöldin eru haldin annan hvern fimmtudag á Boston.

Þau atriði sem koma fram í kvöld 9. mars eru:

Skuggasveinn

Skuggasveinn er 35 ára raftónlistarmaður sem hefur verið að semja tónlist hálfa ævina. Fyrir ca. 4 árum fór hann úr að semja klassíska tónlist yfir í raftónlist. Hann skilgreinir tónlistina sína sem „psycadelic electronica with a cinematic touch.“

Skuggasveinn er að vinna tvær plötur í einu. Önnur er djúp ambient plata með sóló synthaverkum meðan hin er aðeins hressari og með skýrari skilaboðum.

Hann mun spila eitt lag af ambient plötunni og þrjú lög af hinni á tónleikunum og mun söngkonan Tinna Katrín koma fram með honum.

Bergmál

Bergmál er comedy-band sem inniheldur tvær frábærar söngkonur og lagahöfunda, þær Elísu Hildi og Selmu. Tónlistarstefna þeirra er allskonar (þjóðlagatónlist, country, pop, folk) en flest lögin þeirra eru flutt á ensku. Lögin eru uppistand, textarnir eru troðfullir af húmor og undarlegum umfjöllunarefnum sem getur komið fólki til að roðna, en á sama tíma er tónlist þeirra falleg, melódísk og grípandi.

Þegar Bergmál stígur á stokk, eru þær berskjaldaðar og koma fram einungis með gítar og undursamlegu raddir sínar að vopni.

Bergmál er einstakt comedy-band sem elskar að breiða út boðskap húmors og tónlistar fyrir innlenda og erlenda húmorrista.

Halli

Halli er engin nýgræðingur í tónlist og búinn að semja lög frá því hann man eftir sér. Á Plug & Play ætlar hann að kynna fyrir okkur ný lög.

KAOS

KAOS er 22 ára rappari og producer frá reykjavík. Hann býr til hip hop og gerir flest alla sína takta sjálfur. Hann sýnir enga miskun á Plug & Play.

Skaði

If Iggy Pop and Peaches had a daughter it would be Skaði. She has been rocking the Reykjavik underground now for a little bit over a year leaving people head over heals in love with her raw power and endless amount of sex appeal.

Her music and performance is fearless and sensitive at the same time as she will sweep you in to her danceable grooves on the dance floor.

Mighty Bear

Born in Dragsúgur, the only drag show in Iceland. Mighty Bear has slowly been crawling out of the shadows with dark and eerie sounds and visuals. With years of experience from the Icelandic hardcore scene, Mighty Bear came to life wanting to do something different than what was being offered. Often playing with gender norms and queer culture, Mighty Bear is a visual explosion.

Langar þig að spila á Plug & Play?

Öllum er velkomið að sækja um að vera með. Hvort heldur sem þú ert gamall/gömul, reyndur að prófa nýtt efni eða nýtt andlit að stimpla þig inn. Einu kröfurnar eru að setup þarf að vera einfalt: Playback + söngur/rap, eitt hljóðfæri + söngur, lítið work station á borði sem er ekki mikið meira en 1-2 rásir í mixer.

Umsókn á Plug & Play : mosimusik@gmail.com

Skrifaðu ummæli