PLUG & PLAY HALDIÐ Í FJÓRÐA SINN Á BOSTON Í KVÖLD

0

Plug & Play eru lifandi kvöld annan hvern fimmtudag á Boston Reykjavík sem eru ætluð til að kynna nýja og ferska tónlist og hjálpa tónlistafólki að koma sér á framfæri. Nú er komið að kvöldi fjögur og það er sko ekki af verri endanum.

„Að þessu sinni byrjum við á blús, förum svo í hip hop og endum í electro dansvænni veislu. Þessi kvöld eru fyrir alla sem geta komið og flutt sína tónlist live með lítilli fyrirhöfn og uppsetningu og henta því einstaklega vel tónlistarfólki sem er heima að gera tónlist og ekki komið með fullt bandi í kringum verkefnið. Sumir eru bara að mæta með síma með playback og svo er rappað eða sungið yfir. Það þarf ekki meira til að eiga sviðið í 20 mín. Aðrir eru að koma með aðeins flóknara setup eins og tölvu, hljómborð og effecta. Hvert atriði hefur 15-25 mín og það byrjar nýtt atriði á hálftímafresti og við erum með 6 listamenn þannig að þetta er þétt dagskrá sem byrjar á slaginu tíu og endar á slaginu eitt.“ – Tónlistamaðurinn Mosi sem stendur fyrir Plug & Play.

Fram koma:

Atónal Blús

JóiPé og Króli

Discombyobulator

Le Múrinn

Seint

SAKARIS (Færeyjar)

Atónal Blús er sólóverkefni, hljómsveit og opið samstarfsverkefni Gests Guðnasonar og annara. Gestur hefur áður spilað með Númer Núll og Stórsveit Nix Noltes.

JóiPé og Króli eru ungir og efnilegir rappar úr Hafnarfirði og Garðabæ. Þeir gáfu nýlega út skífu sem skartaði nafnið Ananas og er það Hip hop plata af gamla skólanum. Þeir eru alltaf að vinna af nýju efni og vonast eftir að geta fetað sig vel í tónlistarsenunnni.

Discombobulator er ímyndaði vinur óló. Hann er dimmur, djúsí og dónó. Hann vildi samt hafa orðið disco í nafninu sínu.

Le Múrinn færir okkur þjóðfélagslegar ádeilur rappaðar yfir kraftmikla takta.

Seint er solo project Joseph Cosmo. Stefnan sem hann flytur kallast Post Pop eða „Heimsenda popp.“ Hljóðheimurinn er einskonar blanda af hljómi á við Massive attack, Burial og Kanye West. Seint er nýbúinn að gefa út plötuna The Last Days With Us og mun flytja lög af henni.

SAKARIS is the main project of Faroese electro producer Sakaris Emil Joensen.

Starting out in 2010 with his quirky 8-bit electro funk debut Darling EP and further establishing himself with the full-length 2012 album I Have Beautiful Eyes, SAKARIS has become one of the most prominent electro artists from the remote and tiny Faroe Islands. The music ranges from tight, bright and optimistic dance music, to soaring 80s nostalgic soundscapes.

The latter years have been littered with performances on various prominent festivals, such as Spot Festival, JaJaJa Festival, G! Festival, Dias Nordicos and Waves Vienna, along with press hype from Clash Music, Wired UK and The Line of Best Fit.

2014 saw the release of three online-only singles Score Music, I Put on This Dress Only for You and Downer, all of them sharing an upbeat and tight dance feel and gender bending girl/boy relations lyrics.

The full-length album Music Is Never Gonna Make Me Rich was released in 2016. The album featured the singles Magical Bag of Fun and Music Is Never Gonna Make Me Rich.

After relocating to Reykjavik, Iceland, SAKARIS now looks forward to do extensive touring in 2017.

„But the highlight for me was a pair of fantastic electronic acts called SAKARIS and Frostfelt. Their gentle, personal songs have perhaps the most obvious appeal to a wider UK audience, but don’t seem out of place in Syðrugøta, slotting perfectly into the festival’s diverse bill.” – Duncan Geere – Wired UK

Langar þig að spila á Plug & Play? Öllum er velkomið að sækja um að vera með. Hvort heldur sem þú ert gamall/gömul, reyndur/reynd að prófa nýtt efni eða nýtt andlit að stimpla þig inn. Einu kröfurnar eru að setup þarf að vera einfalt: Playback + söngur/rap, eitt hljóðfæri + söngur, lítið work station á borði sem er ekki margar rásir í mixer.

Umsókn á Plug & Play : mosimusik@gmail.com

Skrifaðu ummæli