PLUG & PLAY HALDIÐ Í FIMMTA SINN Á BOSTON Í KVÖLD

0

Plug & Play verður haldið í fimmta sinn á Boston Reykjavík í kvöld, fimmtudag. Kynnt verður ný og fersk tónlist allt frá gítar tónum yfir í hip-hop. Tónleikarnir byrjar á slaginu 22:00 og það er frítt inn.

Fram koma:

G-Unnar, Þorsteinn Kári, Holy Hrafn, Perth Legend, Balcony Boyz og Ruddagaddur.

G-Unnar spilar acoustic lög og notar loop pedala til að loopa gítar og rödd til að gera live backingtrack.

Þorsteinn Kári er listmaður frá Akureyri sem spilar rólega tónlist sem á margt skilt með folk og indie tónlist. Hann kemur ýmist fram einn eða með hljómsveit.

Holy Hrafn er rappari og taktsmiður sem er að fara að taka sveinspróf í húsasmíði… Örugglega best að lýsa tónlistinni sem weirdcore-eð.

Flæði, fjör, fjölbreytta shittið og „weird“ rímið verður allt á sínum stað í hausnum á HOLY og fær að leka á sviðið í 20 mínútur á næsta plug and play.

Perth Legend sem hefur verið í mörgum vinsælum prog og hip hop böndum eins og Doublethink prism & Usurper of modern medicine er staddur á landinu og ætlar að leyfa gestum að heyra eitthvað gott úr sinni tónsmiðju.

Balcony boyz var stofnað árið 2015 sem dj-band, en snemma á árinu 2017 hófu þeir að búa til sína eigin tónlist frá grunni (aðallega hip-hop). Hópurinn samanstendur af fjórum strákum á tvítugsaldri, (Ágúst Karel, Gabriel Máni, Guðjón Kristófer og Sólon Breki), þar sem Agúst og Gabriel sjá um að búa til beatin og pródúsera. Þeir eru nýjir en stefna hátt og stefna á að gefa út sitt fyrsta mixtape um mitt sumar 2017.

Ruddagaddur, sem er betur þekktur sem Jói Dagur úr rappsveitinni Þriðja Hæðin, hefur verið mikið þekktur í íslensku rappsenunni í rúman áratug og er núna kominn á kreik með glænýtt og brakandi ferskt sóló efni sem svíkur engann.

Langar þig að spila á Plug & Play?

Öllum er velkomið að sækja um að vera með. Hvort heldur sem þú ert gamal reyndur að prófa nýtt efni eða nýtt andlit að stimpla þig inn. Einu kröfurnar eru að setup þarf að vera einfalt: Playback + söngur/rap, eitt hljóðfæri + söngur, lítið work station á borði sem er ekki mikið meira en 1-2 rásir í mixer.

Umsókn á Plug & Play : mosimusik@gmail.com

Skrifaðu ummæli