PLÖTUÚTGÁFA, JARÐSKJÁLFTI OG NÝTT MIX

0

addi-2

Exos er einn fremsti Teknó tónlistarmaður landsins en árið sem leið var heldur betur viðburðarríkt hjá honum! Kappinn er einn afkastamesti tónlistarmaður landsins en hann hefur sent frá sér þrjár breiðskífur og yfir tuttugu smáskífur og hefur tekið þátt í allskyns samstarfsverkefnum og má þar helst nefna Steve O’Sullivan, Ben Sims, Mark Broom, Dj Rush og Nina Kraviz svo fátt sé nefnt.

Exos

Nóg er um að vera hjá Exos en hann er að setja á laggirnar plötuútgáfu sem ber heitið „Invisible Limits“ (IVl) Fyrirhugað er að gefa út sína eigin tónlist ásamt tónlist vina sinna og það sem hann er að fíla hverju sinni.

Exos var að senda frá sér dúndur þétt Dj mix þar sem hann fer yfir sín uppáhalds lög árið 2016.

Albumm.is náði tali af teknógoðinu og spurðum við hann nokkurra laufléttra spurning.

Hvernig var árið 2016 hjá Exos?

….það var rosa fínt…

Þú ferðaðist talsvert um heiminn og spilaðir fyrir mörg þúsund manns, hvaða staður stendur upp úr og af hverju?

Sennilega að spila  í fjallaborginni Cuenca í Ecuador. Flugvöllurinn var óvirkur vegna jarðskjálfta sem höfðu gengið yfir nokkrum vikum fyrr þannig þetta var góð bílferð. Staðurinn sem ég spilaði á var upphaflega íbúðarhús sem hafði verið breytt í klúbb, mjög svo hrátt að innan og ekta underground fílingur. Það var u.þ.b. 300-400 manns og svakaleg stemming! Kannski var þetta svona gaman því ég var með litlar væntingar fyrir klúbbamenningu á þessum stað og þetta var líka á fimmtudegi. Einnig var þetta líka mest framandi borg sem ég hef komið til. Mjög ólík öllum þeim borgum sem ég hef heimsótt.

Exos Promo Pic HQ2

Hvernig leggst 2017 í þig og hvað er framundan?

Í næsta mánuði er ég er að spila í Madrid, London, Berlin og á Sónar Reykjavik með Blawan. Svo er ég að opna mína eigin útgáfu á næstu vikum. Fyrsta platan er safnplata og svo kemur út plata eftir mig og Bjarnar. minn nánasta samstarfsfélega í gegnum tíðina. Exos & Ohm project eins við köllum það.

Eitthvað að lokum?

Ég sé ykkur á Sónar Reykjavik….

Skrifaðu ummæli