PLÖTUSNÚÐAR, AFRÍSKUR MATUR OG LIFANDI TÓNLIST

0

fela

Fela Kuti hefur verið kallaður guðfaðir Afro Beat tónlistarstefnunnar. Afro Beat er í stuttu máli einhverskonar bræðingur úr hefðbundinni Vestur-afrískri tónlist, fönki, jazzi og highlife. Fela Kuti byrjaði ferilinn sinn árið 1963 og var að gefa út tónlist allt til ársins ’92 – en hann lést úr alnæmi árið 1997.

Fela Kuti er átrúnaðargoð margra í tónlist – og skiptir ekki hvort menn eru að spá í Funk, Raftónlist eða Techno. Það bera allir virðingu fyrir Fela Kuti!

Þessi dagur verður tileinkaður honum og mun meistari Sammi spila með sínu Felabandi í Lucky Records í dag.

Frá kl. 15 verður plötusnúður og góðkunningi búðarinnar Maggi B svo stígur Felabandið á stokk kl. 17:00 til 18:00

Eftir kl 18:00 verður boðið upp á Afrískan mat og svo heldur veislan áfram og hver veit nema bandið spili aftur, ef það er stemmning fyrir því.

Allir hjartanlega velkomnir!

Comments are closed.