Plötusamningur í höfn og lag á vinsælum playlista!

0

Anton Ísak við undirritun samningsins við útgáfufyrirtækið AIA

Fyrir stuttu sendu Anton Ísak og Silja Rós frá sér lagið „More Of You” undir nafninu Future Lion og hefur það svo sannarlega fengið glimrandi viðtökur! Nýlega fór lagið á gríðarlega vinsælann “playlista” á streymisveitunni Spotify en hann er með um 65.000 fylgjendum. Playlistinn ber heitið New Music Friday Christian og er sérbúinn til af Spotify teyminu og eru örfáir sem komast að, muninn við allt magnið sem Spotify fær sent til sín.

Anton Ísak og Silja Rós.

Í byrjun Nóvember mánaðar skrifuðu þau undir útgáfusamning við fyrirtækið AIA sem er risa stórt útgáfufyrirtæki í danstónlist. Það er margt a döfinni hjá Anton og Silju og verður gaman að fylgjast með þeim í nánustu framtíð!

Hægt er að hlýða á playlistann hér.

Skrifaðu ummæli