PLÖTUFYRIRTÆKIÐ OQKO TEKUR SÍN FYRSTU SKREF MEÐ ÚTGÁFU PLÖTUNNAR „SHEFFIELD“

0

ogqo2

Oqko er plötufyrirtæki sem rekið er út frá Berlín en Ástvaldur Axel Þórisson er einn af eigendum fyrirtækisins. Oqko tekur sín fyrstu skref með útgáfu EP plötunnar „Sheffield“ eftir Smog. EP platan inniheldur þrjú upprunaleg lög og þrjár endurhljóðblandanir eftir DEKJ, HY-PO og Astvaldur. Hljóðheimur Sheffield er þungur og yfirþyrmandi með málmkenndum og hráum hljóðum en augnablik tærleika birtast inn á milli með svífandi hljóðmyndum sem skapa magnþrungnar spennur.
Heyra má mikil áhrif danstónlistar en EP platan stendur engu að síður sterk utan hefðbundinnar danstónlistar.

ogqo

Oqko hóf störf fyrrihluta ársins 2015. Oqko skilgreinir sig sem útgáfufyrirtæki án takmarka. Oqko verður til úr þörfinni til að skapa og finna sinn stað innan heimi listanna. Markmiðið er að kynna bæði hefðbundnari og tilraunakenndri listform okkar tíma, fjölbreytileika sem endurspeglar nútíma samfélag.

Comments are closed.