PLATAN VAR SAMIN Í HÚSBÍLUM OG VÖRUSKEMMUM Í TENNESSEE

0

Tónlistarmaðurinn Elli Grill var að droppa sinni fyrstu sóló plötu og óhætt er að segja að hún er gjörsamlega tryllt! Platan hefur fengið nafnið Elli Grill – Þykk fitan vol. 5 og inniheldur hún tólf spikfeit lög. Elli Grill veit hallamál allra gatna í Reykjavík og Memphis Tennessee, en auk þess er hann einn stofnenda hljómsveitarinnar Shades Of Reykjavík sem hefur komið víða við á viðburðarríkum ferli.

Plötuumslagið er eftir Gabríel Bachman.

Platan er tekin upp í suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem Elli Grill dvaldi um nokkurt skeið í húsbílum og vöruskemmum með klikkuðum sígaunum í borginni Memphis í Tennessee. Stórstjörnur hafa lýst plötunni sem ævintýralegum vísindaskáldskap sem minnir helst á geislavikrar eðlur og kolkrabbaskrímsli. Elli Grill hefur verið þekktur fyrir einstakan stíl og textagerð sem fær álfa og huldufólk til að efast um tilvist sína.

Á morgun laugardag fagnar Elli útkomu plötunnar í Lucky Records á Rauðarárstíg en Skíðagrímu Tommi verður fáanlegt á 7″ vinyl, í afar takmörkuðu upplagi! Elli grillar fyrir gesti, grípur í mækinn og léttar veitingar verða í boði Ölgerðarinnar. Stuðið byrjar stundvíslega kl 15:00.

Hér fyrir neðan má hlýða á plötuna í heild sinni.

Á dögunum kom út myndband við lagið Skíðagrímu Tommi og er það algjör snilld!

Skrifaðu ummæli