Platan unnin úr safni laga frá tímabilinu 2014-2018

0

Nýjasta útgáfa Möller Records og átttugasta í röðinni er platan The Recycled Beats Album með tónlistarmanninum Steve Sampling.

Steve Sampling er enginn nýgræðingur í íslenskri tónlist en hann hefur verið afar virkur í íslensku raftónlistarsenunni í Reykjavík vel yfir áratug. The Recycled Beats Album inniheldur 8 lög valin úr safni laga unnin á tímabilinu 2014-2018 og má heyra ýmis stílbrigði á plötunni, allt frá „chillout og downtempo” til „breaks og house.”

Plötuna er hægt að nálgast á vef Möller Records og öllum helstu tónlistarveitum heimsins svo sem Spotify og iTunes.

Skrifaðu ummæli