PLATAN A/B MEÐ KALEO KEMUR ÚT Á VÍNYL

0

kaleo v 2

Hljómsveitin Kaleo er heldur betur búin að slá í gegn en sveitin sendi frá sér breiðskífuna A/B fyrir skömmu. Platan hefur fengið glymrandi viðtökur og óhætt er að segja að drengirnir frá Mosfellsbæ eru á hraðri siglingu um þessar mundir!

kaleo vínyll

Þann 9. September næstkomandi kemur umrædd plata út á Vínyl og er það virkilegt gleðiefni fyrir marga. Eins og allir tónlistarunnendur vita er afar eigulegt að eiga gott safn af góðum vínyl plötum. Útgáfan verður einkar glæsileg en vínyllinn verður svartur og hvítur og ættu allir alvöru safnarar að næla sér í eintak.

Hægt er að forpanta vínylplötuna hér: http://store.warnermusic.com/atlantic-records/artists/kaleo/a-b-vinyl.html

Comments are closed.