Plata, myndband og heimsyfirráð – The Vintage Caravan rokka um heiminn!

0

Hljómsveitin The Vintage Caravan sendir í dag frá sér plötuna Gateways en einnig var að koma út frábært myndband við lagið „Reset.” The Vintage Caravan er svo sannarlega á góðri siglingu um þessar mundir en sveitin hefur spilað gríðarlega mikið erlendis seinustu fjögur ár, leikið á mörgum stærstu rokk hátíðum Evrópu (Roskilde, Wacken, Hellfest, Graspop, Montreux Jazz Festival).

Drengirnir blása til heljarinnar útgáfutónleika í Iðnó í kvöld og verður platan flutt í heild sinni með hjálp aukahljóðfæraleikara sem komu við sögu í upptökuferlinu. Öllu verður til tjaldað og búist er við trylltri stemningu að hætti sveitarinnar! Rúmlega mánuði eftir hljómleikana í Iðnó mun sveitin leggja í mánaðar langt tónleikaferðalag um Evrópu! Freyr Árnason leikstýrði myndbandinu.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 20:00 og hægt er að nálgast miða á Tix.is

Hægt er að nálgast plötuna á Spotify

Thevintagecaravan.eu

Skrifaðu ummæli