PINK FLOYD EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI HEYRT HANA

0

himmz

Plötusnúðurinn, pródúserinn og lífskúnstnerinn Hilmar Árnason og söngvarinn og tónlistarmaðurinn Steini Enok skipa Dúettinn Street Preacher. Kapparnir voru að senda frá sér brakandi ferskt lag sem ber heitið „See Emily Play“ og er tökulag frá goðsagnakenndu hljómsveitinni Pink Floyd.

Drengirnir hafa unnið lengi saman í allsskyns verkefnum og liggja eftir þá mörg hundruð upptökur og Demó! Street Preacher  ná að fanga ólýsanlega stemmingu í gegnum hljóðheim sinn sem fær mann til að líða afar vel og er söngrödd Steina eins og silki að næturlagi!

Hér fyrir neðan má heyra upprunnanlegu útgáfuna.

Skrifaðu ummæli