PIANISTINN SUNNA GUNNLAUGS LEIÐIR TRÍÓ SITT Á FREYJUJAZZ 28. MARS

0

Á morgun þriðjudaginn 28. febrúar hefur göngu sýna ný hádegis-tónleikaröð í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7  sem ber nafnið Freyjujazz. Þar munu konur (íslenskar sem og erlendar) í samvinnu við aðrar konur og karla flytja vandaða jazztónlist af hvers konar tagi. Aðgangseyrir er 1500 en einnig verður hægt að kaupa áskriftarpassa. Veitingastaður safnsins verður með hádegistilboð sem hægt er að nýta á undan eða eftir tónleikum. Á sprengidag verður að sjálfsögðu saltkjöt og baunir

Pianistinn Sunna Gunnlaugs leiðir tríó sitt á tónleikunum á morgum. Tríóið hefur verið iðið við tónleikahald víða um heim og fengið frábærar umfjallanir fyrir diska sína Long Pair Bond, Distilled og Cielito Lindo. Einstakt jafnvægi ríkir í tríóinu þar sem má segja að hver meðlimur botni línur hinna og hefur melódísk nálgun tríósins í bland við krefjandi form unnið þeim marga aðdáendur. Tríóið var valið tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2013 og var Sunna valin flytjandi ársins 2015 á Íslensku Tónlistarverðlaununum. Með Sunnu leika Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur.

Dagskráin er sem hér segir:

28. feb Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir

Brasilísk grúf / Trio Sigrun plays Brazilian music.

Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir (violin/tb) Ásgeir Ásgeirsson (git) Þórður Högnason (b).

7. mars Þórdís Gerður Jónsdóttir

Sellóið setur sig í spor söngvara á borð við Johnny Hartman, Billie Holiday og Nat King Cole. / The cello plays the role of the great vocalists.

Þórdís Gerður Jónsdóttir (cello) Steingrímur Teague (p) Andri Ólafsson (b).

14. mars Tómas R Einarsson

Tómas og tónlist hans undir áhrifum Kúbu / Cuban music

with Icelandic touch.

Tómas R. Einarsson (b) Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir (tb) Eyþór Gunnarsson (p).

21. mars Myra Melford

Frá Bandaríkjunum sækir okkur heim frábær píanisti sem sækir innblástur í Chicago blús, frjálsan jazz og allt á milli / From the U.S. a mix of Chicago blues, free jazz and everything in between.

Myra Melford solo piano

28. mars Tríó Sunnu Gunnlaugs

Lýrískur frumsaminn jazz frá víðförlu tríói / Internationally

accredited trio playing modern lyrical jazz.

Sunna Gunnlaugs (p) Þorgrímur Jónsson (b) Scott McLemore (d).

4. apríl Anna Gréta Sigurðardóttir

Feðginin beina kastljósinu að kventónskáldum / This father-daughter duo focuses on women composers such as Carla Bley, Joni Mitchell and Björk.

Anna Gréta Sigurðardóttir (p) Sigurður Flosason (sax).

11. apríl Greta Salóma

Gipsy jazz fyrir alla fjölskylduna jafnvel með slettu af Evró-

vision/ Gipsy jazz for the whole family.

Greta Salóme (vio) Leifur Gunnarsson (b) Gunnar Hilmarsson (g).

18. apríl Eva Kruse

Frá Þýskalandi, nýlega tilnefnd til ECCO jazz verðlaunanna, Eva leikur ásamt Sunnu frumsamið efni / German bassist and ECCO jazz award nominee teams up with a local tackling each other’s compositions.

Eva Kruse (b) Sunna Gunnlaugs (p)

25. apríl María Magnúsdóttir

Dúóið leikur uppáhaldsstandardana sína og popp í

jazzklæðum / Great American standards and as well as today’s popular tunes.

María Magnúsdóttir (voc) Hjörtur Ingvi Jóhannsson (p)

http://www.sunnagunnlaugs.com

http://www.facebook.com/sunnagunnlaugs

http://www.twitter.com/sunnagunnlaugs

nánar á facebook.com/Freyjujazz

Skrifaðu ummæli