PÍANISTINN SUNNA GUNNLAUGS FÆR TIL SÍN GÓÐAN GEST FRÁ AMSTERDAM

0

Píanistinn Sunna Gunnlaugs fær til sín góðan gest frá Amsterdam en það er Maarten Ornstein. Þau kynntumst bæði á Twitter 2013 og léku svo saman á jazzhátíð RVK 2014. Eftir tónleikahald bæði á Íslandi og Hollandi hljóðrituðu þau diskinn Unspoken sem fékk tvær tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrr á árinu.

„Þegar við leikum tvö saman þá spilar hann á bassaklarinett og á það einstaklega vel við píanóið. Hljóðfærin eru bæði með stórt tónsvið og geta fléttað saman hlutverk forsöngvara og undirleikara á skemmtilegan hátt.“ – Sunna

Sunna og Maarten koma fram á fernum tónleikum en næstu tónleikar verða:

3. okt á Freyjujazzi í Listasafni Íslands kl 12:15, og á Kex um kvöldið eða kl 20:30 ásamt Þorgrími Jónssyni og Scott McLemore. Þá ætlar Maarten að leika á sópran saxofón.

4. okt komum við tvö fram á Bryggjunni í Grindavík og hefjum leik kl 21:00

Sunna mun svo stökkva til Berlínar þann 5. Október þar sem hún mun spila á dúótónleikum með píanistanum Julia Hülsmann sem kom á Jazzhátíð 2016.

„Við Julia spilum einnig á Münsterlandhátíðinni þá um helgina en svo hitti ég þá Togga og Scott sem mynda með mér tríó mitt. Við komum einnig fram í Münsterland og svo á Jazzhátíðinni í Vilníus.“ -Sunna

Í lok október mun Sunna og Maarten koma fram á Rotterdam International Jazz Festival auk tónleika í Amsterdam, Budapest og á einni norrænni tónlistarhátíð í Belgíu.

Skrifaðu ummæli