PERSÓNULEGT UPPGJÖR VIÐ FYRRI TÍMA

0

Platan Kaflaskil með tónlistarmanninum Paunkholm er nú formlega komin á markað í formi vínyls. Kaflaskil hefur undanfarið verið fáanleg á vef veitum eins og Spotify, tónlist.is og cdbaby.

Paunkholm er sóló verkefni Franz Gunnarssonar sem hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi í fjöldamörg ár. Hann er best þekktur fyrir störf sín í hljómsveitunum Ensími og Dr. Spock en hefur komið ansi víða við á ferli sínum.

Á Kaflaskil er samankomið einvalalið hljóðfæraleikara og söngvara sem hafa unnið með Franz á sviði í gegnum tíðina í hinu og þessu verkefninu. Öll lög eru samin af Franz ásamt öllum textum nema einum sem er samin af barnsmóður hans.

Efnistök Kaflaskil er meira og minna persónulegt uppgjör við fyrri tíma sem einkenndist af baráttu við ávanabindandi efni. Lögin eru samin á löngu tímabili í neyslu en einnig eftir að Franz breytti algjörlega um lífstíl sem snýst í dag um andlegt og líkamlegt heilbrigði.

Lögin eru öll fengin úr sarpinum sem passar ekki fyrir hljómsveitirnar sem Franz er í og minna fremur á tónlist Jeff Buckley og Bítlana. Sum lögin eru frá síðustu öld en það nýjasta varð til rétt fyrir hljóðritun plötunnar.

Nýr vefur

Í tilefni útgáfunnar var Paunkholm að opna nýjan vef sem hægt er að skoða HÉR

Paunkholm mun ekki fylgja Kaflaskil eftir af mikilli spilahörku og því ætti áhugasamt fólk að grípa tækifærið þegar það gefst til að ná honum á sviði. Formlegir útgáfutónleikar verða haldnir í haust en í sumar má sjá Paunkholm á t.d. Secret Solstice í júní, Pikknikk tónleikaröð Norræna hússins í júlí og Rokk í Hafnarfirði í ágúst.

Paunkhólm á Secret Solstice

Fyrsta full mannaða framkoma Paunkholm á sviði verður á Secret Solstice hátíðinni í dag sunnudag 18. júní kl.14:30 á Fenrir sviðinu. Hingað til hefur Paunkholm aðeins komið fram í beinni sjónvarpsútsendingu í söfnunarátaki Stígamóta á Stöð 2 og í Laugardalshöllinni í akútískri útfærslu. Með Paunkholm á Secret Solstice koma fram:

Eyþór Ingi Gunnlaugsson – Söngur

Bryndís Ásmundsdóttir – Söngur

Dagur Sigurðsson – Söngur

Tinna Marína – Söngur

Arnar Gíslason – Trommur

Birgir Kárason – Bassi / söngur

Valdimar Kristjónsson – Hljómborð

Einar Vilberg – Gítar

Andri Ívarsson – Gítar

Á plötunni syngja: Bryndís Ásmundsdóttir, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Franz Gunnarsson, Guðfinnur Karlsson, Kristófer Jensson, Magni Ásgeirsson, Stefán Jakobsson, Tinna Marína. Trommur: Kristinn Snær Agnarsson, Bassi: Birgir Kárason, Píanó / Hljómborð: Þorbjörn Sigurðsson, Rhodes / Orgel: Valdimar Kristjónsson, Slagverk: Þórdís Claessen, Sólógítar í Álfaprinsessan: Andri Ívarsson, Strengir: Roland Hartwell.

Hér er lagið „Einn Dag Í Einu“ af plötunni:

Lagalistinn:

1. Einn dag í einu     (Kristófer Jensson)

2. Afkvæmi        (Tinna Marína)      

3. Hughvarf        (Erna Hrönn + Paunkholm)

4. Álfaprinsessa    (Stefán Jakobsson)

5. Aumingjasnót    (Bryndís Ásmundsdóttir)

7. Um seinan        (Stefán Jakobsson)

8. Segðu frá        (Eyþór Ingi Gunnlaugsson)

9. Lífsakkeri        (Tinna Marína)

10. 101 + 200 = 110    (Magni Ásgeirsson)

11. Nýr dagur        (Finni Karlsson)

12. Tifandi lyf        (Eyþór Ingi Gunnlaugsson)

13. Svefnþula        (Tinna Marína + Paunkholm)

Hér er hægt að lesa viðtal við Franz um Plötuna og fleira

www.paunkholm.is

www.twitter.com

Skrifaðu ummæli