PERLU SULTAN HEIÐRAR PEARL JAM

0

PJ band

Perlu Sultan mun koma saman og heiðra bandarísku rokksveitina Pearl Jam með einum tónleikum, föstudaginn 21. ágúst næstkomandi á Gauknum. Perlu sultan mun leika frumburð Pearl Jam, Ten í heild sinni ásamt því að telja í þekkta slagara frá farsælum ferli sveitarinnar. Perlu sultan saman stendur af fræknum hópi þekktra tónlistarmanna og kvenna sem hafa getið sér gott orð fyrir flutning á lögum Pearl Jam. Hún hefur nokkrum sinnum haldið Pearl Jam heiðurstónleika víðs vegar um landið við frábærar undirtektir.

Perlu sultan

Magni Ásgeirsson – Söngur

Ágústa Eva Erlendsdóttir – Söngur

Franz Gunnarsson  – Gítar

Andri Ívarsson – Gítar

Birgir Kárason – Bassi

Kristinn Snær Agnarsson – Trommur

Erla Stefánsdóttir – Hljómborð

https://www.facebook.com/events/1626400240942366/

pearl-jam-ten

 

Comments are closed.