Peningar, byssur og töffaraskapur: Tryllt myndband frá Herra Hnetusmjör

0

Herra Hnetusmjör mundar byssuna!

Rapparinn vinsæli Herra Hnetusmjör var að senda frá sér tryllt myndband við lagið „Fóbó” en það er tekið af plötunni Hetjan Úr Hverfinu sem kom út fyrir stuttu. Kappinn er á blússandi siglingu um þessar mundir og svo virðist að allt sem hann kemur nálægt verði að gulli! Platan hefur verið að fá vægast sagt glimrandi viðtökur en lög eins og „Einn Enn” og „Upp Til Hópa” hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu!

Huginn og Sólborg í góðum gír!

Myndbandið við lagið „Fóbó” er vægast sagt geggjað og er það greinilegt að mikið var lagt í herlegheitin. Eiður Birgisson sá um leikstjórn en Haraldur Ari Karlsson sá um Aðstoðarleikstjórn. Mikið af góðu fólki kemur að myndbandinu en sjón er sögu ríkari. Ekki hika við að skella á play, þetta er tryllt!

Herra Hnetusmjör og KBE blása il heljarinnar útgáfutónleika á Húrra þann 7. Desember næstkomandi, hægt er að nálgast miða á tónleikana á Tix.is.

Hægt er að hlusta á plötuna Hetjan Úr Hverfinu hér að neðan:

Skrifaðu ummæli