PASSA SIG Á AÐ OFHUGSA EKKI HLUTINA HELDUR NJÓTA STUNDARINNAR

0

Hljómsveitin Munstur voru að senda frá sér myndband við lagið „Doesn´t Really Matter“ sem er fyrsta lag af væntanlegri plötu MMMM sem kemur út núna í sumar 2018.

„Þessi fyrsti single fjallar um hvernig ekkert skiptir svo miklu máli og að maður verði að passa sig á að ofhugsa ekki hlutina heldur njóta stundarinnar og leyfa hlutunum að flæða.“ – Munstur

Munstur eru þeir Kristinn Arnar Sigurðsson (krass) og Atli Arnarsson. Þeir hafa unnið saman í fjölbreyttum verkefnum frá 2013 en hljómsveitin á rætur sínar að rekja í Menntaskólann við Hamrahlíð. Munstur gerir tónlist en ekki síður myndbönd, gjörninga og innsetningar.

Myndbandið er framleitt og leikstýrt af hljómsveitinni.

Skrifaðu ummæli