PASCAL PINON FER Á KOSTUM Á SINNI ÞRIÐJU PLÖTU

0

pascal pinon 2

Hljómsveitin Pascal Pinon sendir í dag frá sér sína þriðju breiðskífu en hún ber nafnið Sundur. Platan er samin á síðastliðnu einu og hálfu ári og er útkoman vægast sagt frábær! Hljómurinn er ögn hrárri en á fyrri plötum en auðvelt er að detta inn í þann framúrskarandi hljóðheim sem systurnar hafa skapað.

pascal pinon

Nafnið sundur kemur út frá því að systurnar höfðu aldrei verið í burtu frá hvor annarri fyrr en seinasti hljómleikatúr Pascal Pinon var yfirstaðinn. Ásthildur fór til Amsterdam í klassískt píanó nám en Jófríður fór í hljómleikaferð með hljómsveit sinni Samaris.

Fjarveran hafði töluverð áhrif á systurnar og setti tónlistarsköpunina á hvolf, en alltaf náðu þær að hittast (oftast í Amsterdam) til að semja og taka upp.

Áki Ásgeirsson er ekki einungis faðir stelpnanna heldur einnig útsetur hann plötuna og spilar á slagverk.

Hér er á ferðinni frábær plata sem vert er að skella í eyrun á sér og njóta!

Hægt er að versla plötuna hér og á heimasíðu Morr Music.

Comments are closed.